Grænir iðngarðar
Ný vistvæn nálgun við atvinnuuppbyggingu.
Vertu með í
Grænum iðngarði
Nú hefur nýtt atvinnusvæði í Flóahverfi á Akranesi verið sérstaklega skilgreint sem Grænir iðngarðar.
Því gefst vaxandi fyrirtækjum nú einstakt tækifæri til að byggja upp starfsemi sína í fyrirmyndarumhverfi og í takt við nútímakröfur um umhverfismarkmið.
GRÆNIR iðngarðar
Nú er hafin uppbygging á Grænum iðngörðum á Akranesi sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Iðngarðarnir verða byggðir upp með hliðsjón af alþjóðlegri umgjörð (International Framework) um innleiðingu á vistvænum iðngörðum (EIP). Lönd á borð við Danmörk, Frakkland og mörg fleiri hafa nýtt lykilþætti regluverksins um vistvæna iðngarða til að stuðla að sjálfbærni fyrirtækja á sjálfstæðu markaðssvæði sem er til þess fallin að bæta samkeppnishæfi iðnaðar og framleiðslu í takt við umhverfismarkmið, kolefnisjöfnun og hringrásarhagkerfi.

Kostir Flóahverfis sem Græns iðngarðs
Flóahverfið á Akranesi gefur fyrirtækjum sem leggja sífellt meiri áherslu á umhverfismál í sínum rekstri tækifæri til þess að byggja starfsemi sína upp á svæði sem sérstaklega er skilgreint sem vistvænt.

Flóahverfi - Grænir iðngarðar
Grænir iðngarðar munu rísa í Flóahverfi á Akranesi. Flóahverfi er vel staðsett rétt utan þéttbýliskjarna Akraness og aðeins um 200 metra frá stofnbraut. Frá Flóahverfi er um 30 mín akstur til Reykjavíkur.

Fyrirtæki til fyrirmyndar í Flóahverfi
Grænir iðngarðar taka sérstakt mið af þekktum vandamálum tengdum skipulagsleysi á illa hirtum atvinnusvæðum á Íslandi og hafa leitað lausna í þeim málum. Svarið við slíkum vandamálum er innra skipulag vistvænna iðngarða en deiliskipulag á svæðinu og innra regluverk garðsins tekur til margra þátta með það fyrir augum að halda utan um fyrirmyndar atvinnusvæði. Sérstök áhersla er þar lögð á umhverfismarkmið, þarfagreiningu og tillitsemi milli fyrirtækja á svæðinu.
„Samstarfið við BM Vallá fellur vel að okkar markmiðum um Græna iðngarða og uppbyggingu atvinnusvæðis þar sem hugað verður sérstaklega að umhverfismálum, hringrásarhugsun og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Húseiningarnar þeirra eru gæðavottaðar og unnið hefur verið jafnt og þétt að því að lækka kolefnisspor hvers framleidds rúmmetra, án þess þó að slá af neinum gæðakröfum.”
– segja Alexander Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri og Guðmundur Sveinn Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Folium fasteignafélagi.

„Akraneskaupstaður sér mikil tækifæri í því að skapa sérstöðu með vistvænum iðngörðum og laða til okkar framúrskarandi fyrirtæki sem munu starfa í atvinnuhverfi þar sem forsvarsmenn fyrirtækja geta treyst því að sömu kröfur eru gerðar til annarra fyrirtækja í nágrenninu sem nær til stjórnunar, vöktunar, þjónustu, eftirfylgni umhverfisþátta, flokkun og losun úrgangs. Kröfurnar munu einnig ná til þess að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið með virkri umræðu með íbúum ásamt því að stuðla að efnahagslega jákvæðum áhrifum með fjölgun starfa. Kröfurnar verða ekki íþyngjandi fyrir fyrirtækin heldur mun þetta styðja enn betur við fyrirtækin í þeirra starfsemi og auka á trúverðugleika þeirra hvort sem þeirra þjónusta nær til innanlands eða alþjóða markaðar. Við erum ánægð með að hefja samstarf með frumkvöðlum sem deila hugmyndum bæjarstjórnar um eflingu atvinnulífs á Akranesi. Samningurinn við Merkjaklöpp ehf. er því frábært upphaf þessarar vegferðar og við hlökkum til samstarfsins. Ánægjulegt er að áhugi er á uppbyggingu á atvinnuhúsnæðis á Akranesi og erum við að undirbúa frekari gatnagerð í Flóahverfi til að mæta þeim áhuga”
– segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

„Við teljum að Akraneskaupstaður sé nú í dauðafæri til að koma fram á sjónarsviðið með fyrsta vistvæna iðngarðinn hér á landi sem verði í takt við alþjóðlega umgjörð, kolefnisjöfnun og aðlaðandi markaðsumhverfi. Sú sérstaða sveitarfélagsins muni falla vel að markmiðum fjölda fyrirtækja hér á landi sem vilja vera til fyrirmyndar og auk þessa vera í takt við umhverfismarkmið stjórnvalda og sveitarfélags. Okkar markmið og sýn er að Flóahverfið á Akranesi verði öðrum til fyrirmyndar hvað varðar skipulags- og umhverfismál en jafnframt verði svæðið skilgreint sem vistvænn iðngarður þar sem margháttuð þjónusta og framleiðsla geti átt sér stað innan svæðisins auk samstarfs milli fyrirtækja innan svæðisins. Þannig sjáum við Akranes verða að eftirsóttustu áfangastöðunum á Íslandi fyrir fyrirtæki í sókn og vexti en fyrirmyndar fyrirtæki í dag eru að gera ríkar kröfur til umhverfisverndar og leitast eftir tækifærum til að ná fram sjálfbærni í aðlaðandi umhverfi“
– segja Alexander Eiríksson, framkvæmdastjóri og Guðmundur Sveinn Einarsson, stjórnarformaður Merkjaklappar ehf.
Grænir iðngarðar
Flóahverfi
Vistvænt deiliskipulag
Sveitarfélagið Akranes hefur falið skipulags- og umhverfissviði bæjarins að innleiða sérstaklega vistvæna iðngarða í deiliskipulag svæðisins.
Hringrásarhagkerfi milli fyrirtækja á svæðinu
Fyrirtæki og aðilar sem starfa og hafast við innan vistvænna iðngarða njóta góðs af hráefnisstraumum og þjónustu hvors annars í sérstöku samstarfi með hrigrásarhagkerfinu.
Sjálfbærni
Skipulag og hönnun Flóahverfis miðast sérstaklega við að garðurinn sé sjálfbært atvinnu- og þjónustusvæði þar sem fyrirtæki geta sótt alla helstu þjónustu, orku og hráefni í næsta nágrenni á hagkvæmari kjörum.
Samtal við íbúa og sveitarfélag
Grænir iðngarðar í Flóahverfi geta ekki þrifist öðruvísi en í sátt og samstarfi við umhverfi sitt og íbúa sveitarfélagsins. Þarfagreining og eftirlit frá sveitarfélagi, sem og samtal við íbúa, er lykilþáttur við uppbyggingu og atvinnusköpun á svæðinu.
Stutt í alla helstu þjónustu
Fyrirtæki þurfa á ýmis konar þjónustu að halda til að geta verið til fyrirmyndar í rekstri en má þar nefna til dæmis veitingaþjónustu, ræstiþjónustu, bílaþrif, vélaviðgerðir, öryggisvöktun, sérverslanir, vélaleigu, útivistarsvæði, líkamsrækt, tölvu- og upplýsingatækni, fræðslu, endurmenntun starfsmanna, auglýsinga- og markaðsþjónustu o.fl. Allt framangreint er á næstu grösum hjá Grænum iðngörðum.
Hagkvæmari sorphirða og endurvinnsla á úrgangi
Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt úrgangslosun fyrirtækja en vistvænir iðngarðar bjóða vistvæna sorphirðu og úrgangslosun á sérlega hagkvæmum kjörum fyrir alla sem starfa og þrífast innan garðsins.
Kolefnisjöfnun
Sérstakur eftirlitsaðili á vegum Grænna iðngarða hlutast til um að aðstoða fyrirtæki innan garðsins við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmsloftinu. Skal þessari kolefnisjöfnun náð fram með vistvænum samgöngum, hagkvæmari úrgangslosun, endurvinnslu og samnýtingu á hráefni, orkusparnaði, gróðursetningu o.fl. Fyrirtæki innan garðsins geta öðlast sérstaka viðurkenningu og vottun fyrir framúrskarandi árangur við kolefnisjöfnun.
Eftirlit og öryggisvöktun 24/7
Öll mannvirki innan Grænna iðngarða eru vöktuð með öryggismyndavélum og sérstökum snjallskynjurum. Svæðið er einnig reglulega vaktað og útkallsþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins. (24/7)
30 mínútna akstur frá höfuðborgarsvæðinu
Flóahverfi er staðsett á Akranesi við Faxaflóa á vesturlandi en meðal aksturstími frá svæðinu til Mosfellsbæjar eru 28 mínútur. Hvalfjarðargöngin og vesturlandsvegur eru greiðfær leið allt árið í kring svo samgöngur á milli Flóahverfis og höfuðborgarsvæiðisins eru sérlega góður kostur.