Flóahverfi
Vistvæn nálgun við atvinnuuppbyggingu.


Flóahverfi
Til Fyrirmyndar
Flóahverfi er nýtt skipulagt atvinnusvæði á Akranesi við rætur Akrafjalls. Svæðið og atvinnugarðarnir hafa verið sérstaklega skilgreindir sem Grænir iðngarðar en nú er gatnagerð lokið við ákveðnar götur í hverfinu og lóðir við þær því lausar til uppbyggingar. Þrívíddarlíkan hefur verið gert af lóðafyrirkomulagi og mögulegri uppbyggingu á þeim. Blámerktar lóðir eru lausar til úthlutunar og rauðmerktar eru þegar í uppbyggingu. Gatnagerð er ekki lokið við ómerktar lóðir og þær því ekki lausar til úthlutunar að svo stöddu. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.