fbpx

Grænir iðngarðar

Eco Flóahverfi

Ný vistvæn nálgun í uppbyggingu og skipulagi við atvinnuuppbyggingu á Íslandi

Verkefni nú í byggingu - Tjarnarsel

Nýjar vistvænar lausnir í atvinnuhúsnæði í Flóahverfi. Tjarnarsel er einstaklega falleg og vönduð fasteign sem stendur í takt við umhverfi sitt.

Grænir iðngarðar

Flóahverfi

Vistvænt deiliskipulag

Sveitarfélagið Akranes hefur falið skipulags- og umhverfissviði bæjarins að innleiða sérstaklega Græna iðngarða í deiliskipulag svæðisins

Hringrásarhagkerfi milli fyrirtækja á svæðinu

Fyrirtæki og aðilar sem starfa og hafast við innan Grænna iðngarða njóta góðs af hráefnisstraumum og þjónustu hvors annars í sérstöku samstarfi með hrigrásarhagkerfinu.

Sjálfbærni

Skipulag og hönnun Flóahverfis miðast sérstaklega við að garðurinn sé sjálfbært atvinnu- og þjónustusvæði þar sem fyrirtæki geta sótt alla helstu þjónustu, orku og hráefni í næsta nágrenni á hagkvæmari kjörum.

Samtal við íbúa og sveitarfélag

Grænir iðngarðar í Flóahverfi geta ekki þrifist öðruvísi en í sátt og samstarfi við umhverfi sitt og íbúa sveitarfélagsins. Þarfagreining og eftirlit frá sveitarfélagi, sem og samtal við íbúa, er lykilþáttur við uppbyggingu og atvinnusköpun á svæðinu.

Stutt í alla helstu þjónustu

Fyrirtæki þurfa á ýmis konar þjónustu að halda til að geta verið til fyrirmyndar í rekstri en má þar nefna til dæmis veitingaþjónustu, ræstiþjónustu, bílaþrif, vélaviðgerðir, öryggisvöktun, sérverslanir, vélaleigu, útivistarsvæði, líkamsrækt, tölvu- og upplýsingatækni, fræðslu, endurmenntun starfsmanna, auglýsinga- og markaðsþjónustu o.fl. Allt framangreint er á næstu grösum hjá Grænum iðngörðum.

Hagkvæmari sorphirða og endurvinnsla á úrgangi

Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt úrgangslosun fyrirtækja en vistvænir iðngarðar bjóða vistvæna sorphirðu og úrgangslosun á sérlega hagkvæmum kjörum fyrir alla sem starfa og þrífast innan garðsins.

Kolefnisjöfnun

Sérstakur eftirlitsaðili á vegum Grænna iðngarða hlutast til um að aðstoða fyrirtæki innan garðsins við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmsloftinu. Skal þessari kolefnisjöfnun náð fram með vistvænum samgöngum, hagkvæmari úrgangslosun, endurvinnslu og samnýtingu á hráefni, orkusparnaði, gróðursetningu o.fl. Fyrirtæki innan garðsins geta öðlast sérstaka viðurkenningu og vottun fyrir framúrskarandi árangur við kolefnisjöfnun.

Eftirlit og öryggisvöktun 24/7

Öll mannvirki innan Grænna iðngarða eru vöktuð með öryggismyndavélum og sérstökum snjallskynjurum. Svæðið er einnig reglulega vaktað og útkallsþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins. (24/7)

30 mínútna akstur frá höfuðborgarsvæðinu

Flóahverfi er staðsett á Akranesi við Faxaflóa á vesturlandi en meðal aksturstími frá svæðinu til Mosfellsbæjar eru 28 mínútur. Hvalfjarðargöngin og vesturlandsvegur eru greiðfær leið allt árið í kring svo samgöngur á milli Flóahverfis og höfuðborgarsvæiðisins eru sérlega góður kostur.

Blágrænar ofanvatnslausnir

Ofanvatnslausnir sem oft eru nefndar blágrænar ofanvatnslausnir, einnig eru þær nefndar sjálfbærar ofanvatnslausnir, fela í sér að nýta ofanvatn, regn og snjó á umhverfisvænan og staðbundinn hátt. Slíkar lausnir fela í sér að nýta vatnið innan lóðarinnar t.d. með því að hafa þök með gróðri sem nýta ofanvatnið (svokölluð græn þök), tjarnir, svelgi og regngarða.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur